Fótbolti

Liðsfélagi Arons dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að eyðileggja hornfána

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yankuba Minteh fagnar marki með OB Odense en hann er mikill skaphundur.
Yankuba Minteh fagnar marki með OB Odense en hann er mikill skaphundur. Getty/Lars Ronbog

Liðsfélagi Arons Elísar Þrándarsonar hjá Odense Boldklub missti stjórn á skapi sínu í síðasta leik og það hefur sínar afleiðingar.

Yankuba Minteh fékk tveggja leikbann í dönsku deildinni eftir framkomu sína í leiknum á móti Nordsjælland á föstudaginn var.

Minteh eyðilagði hornfánann á vellinum þegar hann fór af velli. Hann var tekinn af velli á 75. mínútu leiksins og lét pirring sinn bitna á hornfánanum.Aron Elís og félagar töpuðu leiknum 4-2.

Minteh lenti líka í vandræðum um miðjan febrúar þegar hann var settur í agabann hjá félaginu. Hann missti af einum leik en var mættur aftur í síðustu umferð.

Minteh fékk nítján refsistig fyrir meðferðina á hornfánum og var til viðbótar búinn að vinna sér inn átján refsistig til viðbótar.

Hann er enn bara átján ára gamall og efnilegur fótboltamaður. Hann þarf að fara að ná tökum á skapinu ef hann ætlar að ná lengra í boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×