Ice Fish Farm landar 24 milljarða króna lánalínu og sækir nýtt hlutafé
![Markaðsvirði fyrirtækisins nemur nærri 2,5 milljörðum norskra króna, eða um 34 milljörðum íslenskra króna.](https://www.visir.is/i/C266EEF2AF5B2DDEC301D834A8A5C3AF894A1167191387C3BADAF840428F2558_713x0.jpg)
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hefur náð samkomulagi við fjóra banka um lánsfjármögnun að fjárhæð 156 milljónir evra, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna, og samhliða því hefur verið ákveðið að hefja undirbúning að umfangsmikilli hlutafjáraukningu og skuldbreytingu hluthafalána.