Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2023 12:36 Stefán Ólafsson er hluti af samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. Settur sáttasemjari boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi. Fundur hófst klukkan 20 og gert ráð fyrir að teygst gæti á fundi. Fundurinn stóð frá klukkan átta til að verða miðnætti án eiginlegrar niðurstöðu en alla vega án þess að samningsaðilar skelltu hurðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það var svo um hálf eittleytið í nótt sem fundi var slitið. Sáttasemjari tók ekki ákvörðun um nýjan fundartíma heldur lagðist hann undir feld að nýju. Óvissa er um framhaldið en viðræðuraðilar settir í fjölmiðlabann. „Aurasálin“ Stefán Ólafsson er fulltrúi í samninganefnd Eflingar. Hann hefur verið mjög virkur í baráttu Eflingar og ritað margan pistilinn, meðal annars hér á Vísi. Hann tjáir sig um fund gærdagsins á Facebook í stuttum pistli sem hann nefnir „aurasálina“. „Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán. Á Stefáni er því að skilja að Efling hafi verið fylgjandi miðlunartillögu en Samtak atvinnulífsins ekki. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Vísar Stefán þar til þess að meðlimir í samninganefnd Samtaka atvinnulífsins telji laun sín í milljónum en ekki hundruð þúsunda króna. Þá segir hann að fyrrnefnd „aurasál“ sé vissulega rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. Ósáttur við ráðherra Sæþór Benjamín Randalsson, sem sömuleiðis á sæti í samninganefnd Eflingar, stjórnarmaður Eflingar og formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, tjáir sig við þráð pistil Stefáns. „Algjör sóun á kvöldinu mínu. Samtök atvinnulífsins og Halldór Benjamín vilja hvorki semja né fallast á neinar málamiðlanir. Algjörir fasistar, virkjað með gagnsleysi Katrínar og Guðmundar,“ segir Sæþór og vísar til forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46 Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Settur sáttasemjari boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi. Fundur hófst klukkan 20 og gert ráð fyrir að teygst gæti á fundi. Fundurinn stóð frá klukkan átta til að verða miðnætti án eiginlegrar niðurstöðu en alla vega án þess að samningsaðilar skelltu hurðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það var svo um hálf eittleytið í nótt sem fundi var slitið. Sáttasemjari tók ekki ákvörðun um nýjan fundartíma heldur lagðist hann undir feld að nýju. Óvissa er um framhaldið en viðræðuraðilar settir í fjölmiðlabann. „Aurasálin“ Stefán Ólafsson er fulltrúi í samninganefnd Eflingar. Hann hefur verið mjög virkur í baráttu Eflingar og ritað margan pistilinn, meðal annars hér á Vísi. Hann tjáir sig um fund gærdagsins á Facebook í stuttum pistli sem hann nefnir „aurasálina“. „Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán. Á Stefáni er því að skilja að Efling hafi verið fylgjandi miðlunartillögu en Samtak atvinnulífsins ekki. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Vísar Stefán þar til þess að meðlimir í samninganefnd Samtaka atvinnulífsins telji laun sín í milljónum en ekki hundruð þúsunda króna. Þá segir hann að fyrrnefnd „aurasál“ sé vissulega rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. Ósáttur við ráðherra Sæþór Benjamín Randalsson, sem sömuleiðis á sæti í samninganefnd Eflingar, stjórnarmaður Eflingar og formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, tjáir sig við þráð pistil Stefáns. „Algjör sóun á kvöldinu mínu. Samtök atvinnulífsins og Halldór Benjamín vilja hvorki semja né fallast á neinar málamiðlanir. Algjörir fasistar, virkjað með gagnsleysi Katrínar og Guðmundar,“ segir Sæþór og vísar til forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46 Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46
Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31