Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2023 06:31 Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, hefur ekki lagt fram nýja miðlunartillögu eins og er. Vísir/Vilhelm Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Í gær boðaði Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, til fundar en hann sagði í samtali við fréttastofu að efni fundarins væri mögulega ný miðlunartillaga. Í kjölfar þess frestaði SA verkbanni sínu um fjóra daga en það átti að hefjast á fimmtudaginn í þessari viku. Fulltrúar stéttarfélagsins Eflingar og SA mættu í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi upp úr klukkan átta. Búist var við löngum fundi og sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að um væri að ræða algjöra úrslitastund í deilunni. Líkt og venjulega þegar jafnt er í úrslitaleikjum þá þarf að framlengja í deilunni því engin niðurstaða náðist á þessum rúmu fjóru tímum. Fundi lauk klukkan hálf eitt í nótt án niðurstöðu og sett var á fjölmiðlabann. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, mun nú leggjast undir feld að nýju og hugsa málið að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, varasáttasemjara. Engin miðlunartillaga var lögð fram en fundurinn var nýttur til þess að reyna að finna flöt til þess að leggja hana fram. Tillagan sjálf er ekki tilbúin. Í samtali við mbl.is segir Ástráður að deiluaðilar hafi í fjóra tíma átt samræður við sig, hvor í sínu lagi. Ástráður segir það muni koma í ljós bráðlega hvort ný tillaga verði yfir höfuð lögð fram en hann mun ekki gera það nema hann telji einhverjar líkur á því að hún verði samþykkt af báðum deiluaðilum. Hann ætlar að tryggja að ekki komi upp svipuð vandamál og með miðlunartillögu forvera hans, Aðalsteins Leifssonar, en Efling neitaði að afhenda kjörskrá sína til þess að hægt væri að greiða atkvæði um hana. „Það er eitt af því sem þarf auðvitað að tryggja að verði ekki vandamál. Eins og staðan er núna, og miðað við þá stöðu sem málið er í, þá þarf auðvitað sáttasemjarinn að hafa einhverja vissu fyrir því að hann fái aðilana til þess að taka slíka tillögu til afgreiðslu,“ segir Ástráður við mbl.is. Búið er að setja á fjölmiðlabann í deilunni og hafa deiluaðilar verið beðnir um að ræða ekki í fjölmiðlum hvað kom fram á fundinum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira