Finnst ekki raunhæft að sjá fólk eins og það vill að það sé séð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2023 10:31 Iva hefur harðlega verið gagnrýnd fyrir sínar skoðanir. Lögfræðineminn Iva Marín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk að undanförnu en rætt var við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira