Finnst ekki raunhæft að sjá fólk eins og það vill að það sé séð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2023 10:31 Iva hefur harðlega verið gagnrýnd fyrir sínar skoðanir. Lögfræðineminn Iva Marín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk að undanförnu en rætt var við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira