Þar má sjá hóp ellefu kvenna á aldrinum 80 til 92 ára sem endurskapa söngatriði stórstjörnunnar Rihönnu, en hún kom fram á tónleikum í hálfleik Superbowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar nú á dögunum.
Konurnar ellefu sem koma fram á myndskeiðinu búa á Arcadia Senior Living Bowling Green sem er hjúkrunarheimili í Kentucky. Ein þeirra, Dora Martin fer fremst í flokki, með danshreyfingar Rihönnu þaulæfðar og klædd í rautt. Restin af hópnum dansar í bakgrunni og eru allar klæddar í hvítt.
Mikill metnaður hefur verið lagður í atriðið og er það augljóst dæmi um það hvernig tónlist og dans getur sameinað fólk, burstséð frá aldri eða líkamlegri getu.
Myndskeiðið var birt á Facebook síðu hjúkrunarheimilisins nýlega og hafa tugir þúsunda horft á það og deilt því áfram. Athugasemdir hafa hrúgast inn.
„Ég elska þetta! Þessar fallegu konur eru ennþá upp á sitt besta!“ segir einn netverji.
„Þetta er ótrúlegt!“ ritar annar og sá þriðji skrifar: „Þessar dömur eru að massa þetta! Elska þetta!“