Fótbolti

Hákon Arnar spilaði í sigri á Álaborg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson. Vísir/Skjáskot

Íslendingalið FCK fer vel af stað eftir vetrarfrí í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Í dag kom Erik Hamren í heimsókn á Parken með lærisveina sína í liði Aab Álaborgar. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK en Ísak Bergmann Jóhannesson hóf leik á varamannabekk FCK.

Eina mark leiksins gerði Victor Claesson eftir rúmlega klukkutíma leik.

Hákoni var skipt af velli á 80.mínútu en Ísak Bergmann sat allan tímann á varamannabekknum hjá FCK sem er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Nordsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×