Fótbolti

Tap hjá Lyngby eftir mark undir lokin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði fyrir Lyngby í síðustu umferð.
Alfreð Finnbogason skoraði fyrir Lyngby í síðustu umferð. Vísir/Getty

Lyngby beið lægri hlut gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þetta var annar leikur Lyngby eftir að deildin hófst að nýju eftir vetrarfrí.

Íslendingaliðið Lyngby eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni og hefur gengið ekki verið upp á marka fiska því liðið er í neðsta sæti deildarinnar. Liðið er sannkallað Íslendingalið því Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og þá leika þeir Alfreð Finnbogason, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson með liðinu.

Alfreð og Sævar Atli voru báðir í byrjunarliði Lyngby í leiknum í dag. Sævar Atli náði sér í gult spjald í fyrri hálfleik og hann og Alfreð fóru báðir af velli á 74.mínútu í stöðunni 0-0 en Kolbeinn kom þá inn fyrir Sævar Atla.

Á 90.mínútu skoruðu heimamenn í Randers hins vegar sigurmarkið og fögnuðu 1-0 sigri, grátlegt fyrir lærisveina Freys.

Randers er eins og áður segir í neðsta sæti deildarinnar. Þeir eru með níu stig og fimm stig eru upp í næsta lið og heil þrettán stig upp í Horsens í 10.sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×