Alþýðusamband Íslands stefnir SA vegna verkbanns Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 18:34 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Vísir/Arnar Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. Alþýðusambandið telur að ákvörðun um verkbann sé ógild. Málið verður þingfest á mánudaginn. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að stefna hafi borist en vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að sambandið telji stjórn SA óheimilt að taka ákvörðun um verkbann. Ójafnt atkvæðavægi félagsmanna Samtaka atvinnulífsins í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð. Þá kemur enn fremur fram að sambandið telji verkfallsboðunina ólöglega. Allir félagsmenn hafi verið á kjörskrá, burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar. Þá séu einnig tilteknir formgallar á verkfallsboðun SA sem ASÍ segja styðja málið enn frekar. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að stefnan snerti samningsviðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins ekki með beinum hætti, en segist lítið geta gefið upp eins og staðan er í dag. SA samþykktu verkbann með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu verkbannið á félagsmenn Eflingar með afgerandi meirihluta hinn 22. febrúar síðastliðinn. 94,73 prósent greiddu atkvæði með verkbanni og einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Að óbreyttu á verkbannið að hefjast 2. mars. Halldór Benjamín sagði í liðinni viku að verkbannið væri síðasta úrræði til að knýja fram samningsgerð í kjaradeilunni. Verkbannið á að taka til tuttugu þúsund manns sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis á föstudaginn að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Settur ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að unnið væri að nýrri miðlunartillögu. Hann hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. Hvorki hefur náðst í Kristján Þórð Snæbjarnarson, forseta ASÍ, né Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Tengdar fréttir Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að stefna hafi borist en vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að sambandið telji stjórn SA óheimilt að taka ákvörðun um verkbann. Ójafnt atkvæðavægi félagsmanna Samtaka atvinnulífsins í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð. Þá kemur enn fremur fram að sambandið telji verkfallsboðunina ólöglega. Allir félagsmenn hafi verið á kjörskrá, burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar. Þá séu einnig tilteknir formgallar á verkfallsboðun SA sem ASÍ segja styðja málið enn frekar. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að stefnan snerti samningsviðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins ekki með beinum hætti, en segist lítið geta gefið upp eins og staðan er í dag. SA samþykktu verkbann með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu verkbannið á félagsmenn Eflingar með afgerandi meirihluta hinn 22. febrúar síðastliðinn. 94,73 prósent greiddu atkvæði með verkbanni og einungis 3,32 prósent greiddu atkvæði á móti. Að óbreyttu á verkbannið að hefjast 2. mars. Halldór Benjamín sagði í liðinni viku að verkbannið væri síðasta úrræði til að knýja fram samningsgerð í kjaradeilunni. Verkbannið á að taka til tuttugu þúsund manns sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA á almennum vinnumarkaði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis á föstudaginn að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. Settur ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að unnið væri að nýrri miðlunartillögu. Hann hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. Hvorki hefur náðst í Kristján Þórð Snæbjarnarson, forseta ASÍ, né Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Tengdar fréttir Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56
Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31