Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:05 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17