„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“ Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2023 22:40 Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Steingrímur Dúi Másson Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, en eldurinn kviknaði í nýbyggingu Arctic Fish, sem átti að verða sú stærsta af þremur undir eldisker. Í þorpinu á Tálknafirði búa um 270 manns. Þar var mönnum því brugðið að sjá bygginguna loga nánast stafnanna á milli. Frá brunanum í eldisstöð Arctic Fish í gær.Aðsend „Þetta er áfall þegar svona gerist í hvaða samfélagi sem er. Þannig að okkur sannarlega brá.“ -Og þetta er bara einhver mikilvægasti vinnustaður Tálknafjarðar? „Já. Þetta er mjög mikilvægur vinnustaður og starfsstöð, ekki bara í Tálknafirði heldur á öllum Vestfjörðum og fyrir landið allt, af því að þetta er stærsta seiðastöð landsins og hefði verið mikið áfall, - eða það hefði geta farið mikið verr heldur en það fór í gær. Viðbragðsaðilar stóðu sig frábærlega þarna í gær. Slökkvistarf gekk það vel að það náðist að bjarga þeim verðmætum, - nánast að bjarga starfseminni sem er í gangi. Þannig að regluleg starfsemi heldur áfram. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir sveitarstjórinn. Stöðin er í botni Tálknafjarðar. Byggingarnar eru þær stærstu á Vestfjörðum.Steingrímur Dúi Másson Sjálfur varð hann vitni að eldsvoðanum. „Já, ég var nú bara með þeim fyrstu á vettvang þegar kviknaði í. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á þegar ég kom þarna að og sá eldtungurnar liggja frá húsinu. Það er súrefnistankur þarna, fullur af fljótandi súrefni, sem var þarna við. Nei, þetta var bara svolítið svakalegt þarna í gærmorgun,“ segir Ólafur Þór, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá vettvangi í gærkvöldi: Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Slökkvilið Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, en eldurinn kviknaði í nýbyggingu Arctic Fish, sem átti að verða sú stærsta af þremur undir eldisker. Í þorpinu á Tálknafirði búa um 270 manns. Þar var mönnum því brugðið að sjá bygginguna loga nánast stafnanna á milli. Frá brunanum í eldisstöð Arctic Fish í gær.Aðsend „Þetta er áfall þegar svona gerist í hvaða samfélagi sem er. Þannig að okkur sannarlega brá.“ -Og þetta er bara einhver mikilvægasti vinnustaður Tálknafjarðar? „Já. Þetta er mjög mikilvægur vinnustaður og starfsstöð, ekki bara í Tálknafirði heldur á öllum Vestfjörðum og fyrir landið allt, af því að þetta er stærsta seiðastöð landsins og hefði verið mikið áfall, - eða það hefði geta farið mikið verr heldur en það fór í gær. Viðbragðsaðilar stóðu sig frábærlega þarna í gær. Slökkvistarf gekk það vel að það náðist að bjarga þeim verðmætum, - nánast að bjarga starfseminni sem er í gangi. Þannig að regluleg starfsemi heldur áfram. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir sveitarstjórinn. Stöðin er í botni Tálknafjarðar. Byggingarnar eru þær stærstu á Vestfjörðum.Steingrímur Dúi Másson Sjálfur varð hann vitni að eldsvoðanum. „Já, ég var nú bara með þeim fyrstu á vettvang þegar kviknaði í. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á þegar ég kom þarna að og sá eldtungurnar liggja frá húsinu. Það er súrefnistankur þarna, fullur af fljótandi súrefni, sem var þarna við. Nei, þetta var bara svolítið svakalegt þarna í gærmorgun,“ segir Ólafur Þór, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá vettvangi í gærkvöldi:
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Slökkvilið Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00