Hefur enn ekki getað horft á myndbandið af slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 09:31 Skjáskot úr myndbandi sem mamma vinkonu Elísabetar náði fyrir tilviljun af fallinu. Elísabet er þarna í bleikum hlýrabol á upphífingarstönginni fyrir miðju á mynd, rétt áður en hún missir takið og dettur. Ung kona sem slasaðist alvarlega á Crossfit-móti í janúar er þakklát fyrir góðan bata. Hún á þó eftir að vinna alveg úr andlega þætti batans; enn situr ýmislegt í henni eftir slysið. Hún hefur til dæmis ekki getað fengið sig til að horfa á myndband sem náðist af slysinu. Elísabet Sara Gísladóttir var nýorðin tvítug þegar hún mætti til keppni á móti World Fit, Crossfit undir merkjum World class, þann 21. janúar síðastliðinn. Mótið byrjaði vel og Elísabet og vinkonur hennar komu upplitsdjarfar inn í seinni hlutann eftir hádegi. Þá tók við keppni í upphífingum, þar sem gilti að gera sem flestar í kapp við tímann. Og Elísabet, full sigurvilja, fór aðeins of geyst. „Ég held hérna [í stöngina] og ég man bara eftir því að horfa á mig missa gripið á annarri hendinni og það næsta sem ég man er að ég skell í jörðina og hugsaði bara: Ái, þetta var vont! Ég hef einhvern veginn aldrei meitt mig alvarlega, í íþróttum sérstaklega eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ég ætlaði bara að halda áfram. En það varð ekki raunin,“ segir Elísabet. Fékk heilahristing, sprungu í höfuðkúpu og bakbrotnaði Fall Elísabetar af upphífingarstönginni náðist á myndband, sem sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Mamma vinkonu hennar var einmitt með símann á lofti. Elísabet lenti beint á höfðinu, fór aftur á bak í keng og keyrði annað hnéð í ennið á sér. Hún missti meðvitund við fallið, man ógreinilega eftir því, og hlaut nokkuð alvarleg meiðsli. Sprungu í höfuðkúpu frá hnakka upp á hvirfil, heilahristing, mar framan á heila eftir að heilinn skall fram í höfuðkúpuna - og svo bakbrotnaði hún að auki. Henni var ekið með hraði á sjúkrahús. Elísabet Sara Gísladóttir.Vísir/Sigurjón „Ég er eiginlega bara að bíða eftir því allan tímann að ég verði send heim. Að einhver komi bara og segi að það sé allt í góðu með mig og ég geti farið. Af því að ég hef aldrei lent í neinu svona. En þegar læknarnir koma inn og segja að ég sé brotin þá varð ég mjög hrædd. Mest hrædd við hvaða afleiðingar það gæti haft,“ segir Elísabet. Hún var rúmliggjandi í viku eftr slysið og hefur nú, rúmum mánuði síðar, náð sér nær alveg líkamlega. Að undanskilinni ljós- og hljóðfælni. „Ég get ekki setið inni í eldhúsi og heyrt diskahljóð, sem kemur þegar mamma er að ganga frá úr uppþvottavélinni. Ég get það ekki. Þá triggerar það marið á heilanum og þá finn ég fyrir bólgunni.“ Mótið þann 21. janúar gekk afar vel hjá vinkonunum, framan af.úr einkasafni Hefur ekki borðað beyglu síðan Og svo er það andlega hliðin. Hefurðu getað horft á myndbandið? „Nei, ekki enn þá. Ég er að yfirstíga eitt í einu. Ég er nýlega farin að geta farið í úlpuna sem ég var í þennan dag. En myndbandið læt ég ógert að horfa á. Hárteygjan sem ég var með, hún er enn þá á borðinu heima hjá mér og ég horfi á hana og mér líður bara illa. Ég fékk mér beyglu í morgunmat og er ekki búin að borða beyglu síðan. Ég bjóst ekki við þessum hlutum,“ segir Elísabet. „Það er eiginlega meira andlega hliðin en líkamlega sem er að stoppa mig. Líkamann langar bara að fara að gera fimmtíu burpees en síðan er hausinn bara: Nei, þú mátt þetta ekki. Þú mátt þetta ekki. Sem er mjög erfitt.“ Frá sjúkrabeðinum. Elísabet var rúmliggjandi í viku eftir slysið og hefur náð nær fullum bata líkamlega.úr einkasafni Ætlar aftur á æfingu Er crossfit hættulegt? „Ég myndi bara segja að allar íþróttir væru hættulegar að einhverju leyti. Ef maður fer varlega getur maður gert þetta bara vel og án þess að meiða sig.“ Elísabet, sem hefur lítið getað hreyft sig fyrir utan göngutúra síðan slysið varð, stefnir á að snúa fílelfd til baka á æfingar. „Ég get ekki beðið eftir því. Ég er ótrúlegt en satt búin að hugsa hvað ég er spennt að hoppa upp í upphífingarslána og klára þetta. Og gleyma öllu sem gerðist í kringum þetta.“ CrossFit Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Elísabet Sara Gísladóttir var nýorðin tvítug þegar hún mætti til keppni á móti World Fit, Crossfit undir merkjum World class, þann 21. janúar síðastliðinn. Mótið byrjaði vel og Elísabet og vinkonur hennar komu upplitsdjarfar inn í seinni hlutann eftir hádegi. Þá tók við keppni í upphífingum, þar sem gilti að gera sem flestar í kapp við tímann. Og Elísabet, full sigurvilja, fór aðeins of geyst. „Ég held hérna [í stöngina] og ég man bara eftir því að horfa á mig missa gripið á annarri hendinni og það næsta sem ég man er að ég skell í jörðina og hugsaði bara: Ái, þetta var vont! Ég hef einhvern veginn aldrei meitt mig alvarlega, í íþróttum sérstaklega eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ég ætlaði bara að halda áfram. En það varð ekki raunin,“ segir Elísabet. Fékk heilahristing, sprungu í höfuðkúpu og bakbrotnaði Fall Elísabetar af upphífingarstönginni náðist á myndband, sem sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Mamma vinkonu hennar var einmitt með símann á lofti. Elísabet lenti beint á höfðinu, fór aftur á bak í keng og keyrði annað hnéð í ennið á sér. Hún missti meðvitund við fallið, man ógreinilega eftir því, og hlaut nokkuð alvarleg meiðsli. Sprungu í höfuðkúpu frá hnakka upp á hvirfil, heilahristing, mar framan á heila eftir að heilinn skall fram í höfuðkúpuna - og svo bakbrotnaði hún að auki. Henni var ekið með hraði á sjúkrahús. Elísabet Sara Gísladóttir.Vísir/Sigurjón „Ég er eiginlega bara að bíða eftir því allan tímann að ég verði send heim. Að einhver komi bara og segi að það sé allt í góðu með mig og ég geti farið. Af því að ég hef aldrei lent í neinu svona. En þegar læknarnir koma inn og segja að ég sé brotin þá varð ég mjög hrædd. Mest hrædd við hvaða afleiðingar það gæti haft,“ segir Elísabet. Hún var rúmliggjandi í viku eftr slysið og hefur nú, rúmum mánuði síðar, náð sér nær alveg líkamlega. Að undanskilinni ljós- og hljóðfælni. „Ég get ekki setið inni í eldhúsi og heyrt diskahljóð, sem kemur þegar mamma er að ganga frá úr uppþvottavélinni. Ég get það ekki. Þá triggerar það marið á heilanum og þá finn ég fyrir bólgunni.“ Mótið þann 21. janúar gekk afar vel hjá vinkonunum, framan af.úr einkasafni Hefur ekki borðað beyglu síðan Og svo er það andlega hliðin. Hefurðu getað horft á myndbandið? „Nei, ekki enn þá. Ég er að yfirstíga eitt í einu. Ég er nýlega farin að geta farið í úlpuna sem ég var í þennan dag. En myndbandið læt ég ógert að horfa á. Hárteygjan sem ég var með, hún er enn þá á borðinu heima hjá mér og ég horfi á hana og mér líður bara illa. Ég fékk mér beyglu í morgunmat og er ekki búin að borða beyglu síðan. Ég bjóst ekki við þessum hlutum,“ segir Elísabet. „Það er eiginlega meira andlega hliðin en líkamlega sem er að stoppa mig. Líkamann langar bara að fara að gera fimmtíu burpees en síðan er hausinn bara: Nei, þú mátt þetta ekki. Þú mátt þetta ekki. Sem er mjög erfitt.“ Frá sjúkrabeðinum. Elísabet var rúmliggjandi í viku eftir slysið og hefur náð nær fullum bata líkamlega.úr einkasafni Ætlar aftur á æfingu Er crossfit hættulegt? „Ég myndi bara segja að allar íþróttir væru hættulegar að einhverju leyti. Ef maður fer varlega getur maður gert þetta bara vel og án þess að meiða sig.“ Elísabet, sem hefur lítið getað hreyft sig fyrir utan göngutúra síðan slysið varð, stefnir á að snúa fílelfd til baka á æfingar. „Ég get ekki beðið eftir því. Ég er ótrúlegt en satt búin að hugsa hvað ég er spennt að hoppa upp í upphífingarslána og klára þetta. Og gleyma öllu sem gerðist í kringum þetta.“
CrossFit Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira