Loreen gæti snúið aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 14:20 Loreen þykir afar sigurstrangleg í undankeppni Svía fyrir Eurovision. Getty/Dominik Bindl Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. Það hafa flestir heyrt lagið Euphoria með Loreen en lagið sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan. Lagið í rauninni ekki sigraði bara heldur rústaði keppninni og fékk 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig. Loreen hefur áður reynt að taka aftur þátt, árið 2017. Þá söng hún lagið Statements en komst ekki áfram í úrslit Melodifestivalen sem er undankeppni Svía fyrir Eurovision. Nú er hún hins vegar mætt aftur og syngur lagið Tattoo eða Húðflúr. Í morgun birtist þrjátíu sekúnda klippa úr atriði hennar og flaug Svíþjóð upp alla lista veðbanka í kjölfar þess. Lagið þykir afar gott og flaug Svíþjóð upp í fyrsta sæti flestra veðbanka heimsins yfir sigurstranglegustu ríkin í Eurovision í ár. Á morgun keppir Loreen á fjórða undankvöldi Melodifestivalen. Komist hún áfram keppir hún í úrslitum keppninnar þann 11. mars næstkomandi. Nokkur lög eru þegar komin í úrslit þar á meðal afar vinsælt tvíeyki, Marcus og Martinus. Þeir eru norskir eineggja sem urðu gríðarlega vinsælir á samfélagsmiðlum um svipað leiti og Loreen sigraði Eurovision. Þá voru þeir einungis tíu ára gamlir. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22. febrúar 2023 09:11 Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16 Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4. febrúar 2023 15:12 Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4. febrúar 2023 22:03 Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Það hafa flestir heyrt lagið Euphoria með Loreen en lagið sigraði Eurovision árið 2012 í Bakú í Aserbaísjan. Lagið í rauninni ekki sigraði bara heldur rústaði keppninni og fékk 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig. Loreen hefur áður reynt að taka aftur þátt, árið 2017. Þá söng hún lagið Statements en komst ekki áfram í úrslit Melodifestivalen sem er undankeppni Svía fyrir Eurovision. Nú er hún hins vegar mætt aftur og syngur lagið Tattoo eða Húðflúr. Í morgun birtist þrjátíu sekúnda klippa úr atriði hennar og flaug Svíþjóð upp alla lista veðbanka í kjölfar þess. Lagið þykir afar gott og flaug Svíþjóð upp í fyrsta sæti flestra veðbanka heimsins yfir sigurstranglegustu ríkin í Eurovision í ár. Á morgun keppir Loreen á fjórða undankvöldi Melodifestivalen. Komist hún áfram keppir hún í úrslitum keppninnar þann 11. mars næstkomandi. Nokkur lög eru þegar komin í úrslit þar á meðal afar vinsælt tvíeyki, Marcus og Martinus. Þeir eru norskir eineggja sem urðu gríðarlega vinsælir á samfélagsmiðlum um svipað leiti og Loreen sigraði Eurovision. Þá voru þeir einungis tíu ára gamlir.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22. febrúar 2023 09:11 Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16 Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4. febrúar 2023 15:12 Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4. febrúar 2023 22:03 Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. 22. febrúar 2023 09:11
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16
Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4. febrúar 2023 15:12
Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. 4. febrúar 2023 22:03