Eldsupptökin enn óljós Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 11:21 Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill á Tálknafirði í gær. Aðsend Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð. Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð.
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32