Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 13:45 Félagsmenn Eflingar klæddust margir hverjir gulum vestum og settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í göngunni. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33