Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2023 11:33 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mun vaflaust blása félagsfólki sínu baráttuanda í brjóst á samstöðufundinum í Iðnó í hádeginu. Vísir/Vilhelm Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Á vef Eflingar segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Beina útsendingu frá Iðnó má sjá í spilaranum að neðan en hún hefst um tólfleytið. Einnig er hægt að fylgjast með í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone, rás 8 hjá Símanum). klukkan 11:30: Húsið opnar klukkan 12: Baráttufundur Eflingarfélaga í verkfalli í Iðnó klukkan 13: Mótmælagangan hefst Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins heldur áfram að flækjast og harðna. Eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna eða fyrirtækja innan SA samþykkti verkbann á alla félagsmenn Eflingar í gær sem hefjast á fimmtudaginn 2. mars, er ljóst að áhrif deilunnar verða mjög mikil á nánast öll fyrirtæki á samningssvæði Eflingar. Þannig gætu til dæmis fyrirtæki sem heyra undir heilbrigðiseftirlit þurft að hætta starfsemi vegna þess að ræsting leggst af en eflingarfólk vinnur líka mörg önnur og fjölbreytt störf innan fyrirtækja. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari útilokar ekki að hann leggi fram sína eigin miðlunartillögu en segir þann tíma ekki vera kominn.Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilunni ákvað í gær að kæra ekki niðurstöðu Landsréttar varðandi miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara til Hæstaréttar. Hann útilokaði ekki að á einhverjum tímapunkti muni hann sjálfur leggja fram nýja miðlunartillögu. Sá tími væri aftur á móti ekki kominn. Ástráður sagðist vera í stöðugu sambandi við deiluaðila. Hann þarf hins vegar ekki lögum samkvæmt að boða samninganefndirnar aftur til fundar fyrr en í síðasta lagi sunnudaginn 5. mars, þó vissulega geti hann gert það fyrr. Efling féll frá því í gær að leggja fram boðun um víðtækari verkföll hinn 28. febrúar, eða lagði að minnsta kosti ekki fram nauðsynleg gögn til Samtaka atvinnulífsins og embættis Ríkissáttasemjara áður en lögbundinn frestur til þess rann út á hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samþykkt SA um verkbann vera níðingsverk.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur ekki útilokað að þau gögn og boðun þriðju lotu verkfalla verði engu að síður lögð fram á grundvelli atkvæðagreiðslu sem fram fór um þær aðgerðir. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aftur á mótir að Efling verði að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu vilji félagið boða frekari verkföll. Boði félagið ný verkföll án þess, verði Eflingu samstundis stefnt fyrir Félagsdóm fyrir ólöglega verkfallsboðun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir verkbannið sem samþykkt var í gær vera nauðvörn samtakanna gegn skæruverkföllum Eflingar. Vísir/Vilhelm Eins og staðan er núna er erfitt að sjá fyrir lausn á deilunni. Hins vegar er ljóst að félagar í Eflingu hafa misst af launahækkunum sem þeir hefðu fengið ef félagið hefði gengið að samningi Starfsgreinasambandsins. Það eru hækkanir allt frá og með nóvember og til og með febrúar sem hlaupa á bilinu 132 þúsund krónur til rúmlega 212 þúsund króna samanlagt. Hefur þá ekki verið tekið tillit til 8 prósenta hækkunar á bónusum og 5 prósenta hækkunar á desember- og orlofsuppbót. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Á vef Eflingar segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. Beina útsendingu frá Iðnó má sjá í spilaranum að neðan en hún hefst um tólfleytið. Einnig er hægt að fylgjast með í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone, rás 8 hjá Símanum). klukkan 11:30: Húsið opnar klukkan 12: Baráttufundur Eflingarfélaga í verkfalli í Iðnó klukkan 13: Mótmælagangan hefst Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins heldur áfram að flækjast og harðna. Eftir að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna eða fyrirtækja innan SA samþykkti verkbann á alla félagsmenn Eflingar í gær sem hefjast á fimmtudaginn 2. mars, er ljóst að áhrif deilunnar verða mjög mikil á nánast öll fyrirtæki á samningssvæði Eflingar. Þannig gætu til dæmis fyrirtæki sem heyra undir heilbrigðiseftirlit þurft að hætta starfsemi vegna þess að ræsting leggst af en eflingarfólk vinnur líka mörg önnur og fjölbreytt störf innan fyrirtækja. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari útilokar ekki að hann leggi fram sína eigin miðlunartillögu en segir þann tíma ekki vera kominn.Vísir/Vilhelm Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í deilunni ákvað í gær að kæra ekki niðurstöðu Landsréttar varðandi miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara til Hæstaréttar. Hann útilokaði ekki að á einhverjum tímapunkti muni hann sjálfur leggja fram nýja miðlunartillögu. Sá tími væri aftur á móti ekki kominn. Ástráður sagðist vera í stöðugu sambandi við deiluaðila. Hann þarf hins vegar ekki lögum samkvæmt að boða samninganefndirnar aftur til fundar fyrr en í síðasta lagi sunnudaginn 5. mars, þó vissulega geti hann gert það fyrr. Efling féll frá því í gær að leggja fram boðun um víðtækari verkföll hinn 28. febrúar, eða lagði að minnsta kosti ekki fram nauðsynleg gögn til Samtaka atvinnulífsins og embættis Ríkissáttasemjara áður en lögbundinn frestur til þess rann út á hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samþykkt SA um verkbann vera níðingsverk.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur ekki útilokað að þau gögn og boðun þriðju lotu verkfalla verði engu að síður lögð fram á grundvelli atkvæðagreiðslu sem fram fór um þær aðgerðir. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aftur á mótir að Efling verði að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu vilji félagið boða frekari verkföll. Boði félagið ný verkföll án þess, verði Eflingu samstundis stefnt fyrir Félagsdóm fyrir ólöglega verkfallsboðun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir verkbannið sem samþykkt var í gær vera nauðvörn samtakanna gegn skæruverkföllum Eflingar. Vísir/Vilhelm Eins og staðan er núna er erfitt að sjá fyrir lausn á deilunni. Hins vegar er ljóst að félagar í Eflingu hafa misst af launahækkunum sem þeir hefðu fengið ef félagið hefði gengið að samningi Starfsgreinasambandsins. Það eru hækkanir allt frá og með nóvember og til og með febrúar sem hlaupa á bilinu 132 þúsund krónur til rúmlega 212 þúsund króna samanlagt. Hefur þá ekki verið tekið tillit til 8 prósenta hækkunar á bónusum og 5 prósenta hækkunar á desember- og orlofsuppbót.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Tengdar fréttir Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20 Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Sjóðurinn verði ekki nýttur til að niðurgreiða „níðingsverk“ Stjórn vinnudeilusjóðs Eflingar hefur gefið það út að hvorki verði tekið við né auglýst eftir umsóknum vegna tekjutaps félagsmanna sem hlotnast af verkbanni atvinnurekenda innan SA. Varaformaður Eflingar segir ekkert koma í veg fyrir að sjóðurinn verði nýttur. 22. febrúar 2023 22:20
Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. 22. febrúar 2023 19:04
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Segir verkbann til marks um sturlun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef Samtök atvinnulífsins komist að þeirri niðurstöðu að þau muni setja ótímabundið verkbann á tuttugu þúsund meðlimi Eflingar, vinnuafl höfuðborgarsvæðisins, sé það til marks um sturlun. Hún segir jafnframt að það ætti nú að vera öllum ljóst að Samtök atvinnulífsins vilji ekki og ætli ekki að gera kjarasamning við Eflingu. 22. febrúar 2023 16:17