Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að slökkvistarf standi enn yfir og hefur þjóðveginum í botni fjarðarins verið lokað til öryggis.
„Fólk er beðið um að virða þessar lokanir enda gæti hætta skapast vegna eldsvoðans,“ segir í tilkynningunni.
Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir í samtali við fréttastofu að tveir hafi verið fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Allt tiltækt slökkvilið Tálknafjarðar, Patreksfjarðar, Ísafjarðar og Bíldudals er á svæðinu.


Byggingin sem brennur er í uppbyggingu. Þar á að vera ný seiðaeldisstöð. Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdirnar á húsnæðinu eru.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.