Fótbolti

Sjáðu hvernig Man. City missti frá sér sigurinn og drauma­inn­komu Luka­ku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josko Gvardiol jafnar metin fyrir Leipzig á móti Manchester City í gær.
Josko Gvardiol jafnar metin fyrir Leipzig á móti Manchester City í gær. Getty/Lars Baron

Þrjú mörk voru skoruð í leikjum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú má sjá þau hér á Vísi.

Manchester City bættist í gærkvöldi í hóp þeirra ensku liða sem náðu ekki að vinna fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

City-menn stóðu sig reyndar best af ensku liðunum því þeir náðu jafntefli á útivelli en Liverpool, Chelsea og Tottenham töpuðu öll sínum leikjum.

City komst í 1-0 á móti Leipzig en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir að þýska liðið náði jöfnunarmarki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Riyad Mahrez hafði komið City yfir með laglegu skoti í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Leipzig jöfnuðu þegar króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol stökk hæst og skallaði inn fyrirgjöf frá Marcel Halstenberg.

Það vilja þó einhverjir benda á það að hann hoppaði nú enn hærra þökk sé að hafa farið upp á herðar City-mannsins Rúben Dias. Markið var hins vegar dæmt gilt og það er því enn spennan fyrir seinni leikinn.

Ítalska liðið Internazionale getur þakkað varamanninum Romelu Lukaku fyrir að vinna 1-0 sigur á Porto.

Lukaku kom inn á sem varamaður á 58. mínútu og skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leiksins þegar hann fylgdi á eftir eigin skalla í stöng.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjunum tveimur í gær.

Klippa: Mörkin úr Meistaradeildinni 22. febrúar 2023



Fleiri fréttir

Sjá meira


×