„Alltaf smá sirkus í mér“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Elísabet Alma hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir glæsilegan klæðaburð. Stíllinn hennar hefur þróast mikið í gegnum tíðina en grunnurinn er sá sami. Aðsend Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Elísabet Alma segir tískuna lifandi og skemmtilega.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er lifandi og skemmtileg og segir margt um karakter fólks. Það er svo áhugavert hvað maður getur lesið í týpuna út frá því hvernig manneskjan klæðir sig. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á nokkrar uppáhalds flíkur og margar þeirra eru keyptar á mörkuðum eða í vintage verslunum. Sú flík sem er hvað mest í uppáhaldi er dásamlegur blár japanskur silkijakki frá ömmu minni sem ég hef notað sem kápu undanfarið. Hann hefur fylgt mér í mörg ár. Það er alltaf sérstök tilfinning að klæðast einhverju sem hefur tilfinningalegt gildi og þessi flík er klárlega ein af þeim. Hér klæðist Elísabet Alma silkijakkanum frá ömmu sinni.Aðsend Eyðir þú miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mjög misjafnt og fer alveg eftir því hvað ég hef mikinn tíma. Mér finnst mikilvægt að eiga go to dress þegar ég er á hraðferð að koma mér út úr húsi og þá eru samfestingar auðvitað í uppáhaldi, enda þarf ekki að para neitt saman. Svo elska ég að setja saman skemmtilegar samsetningar í flókna litríka fataskápnum mínum og gefa mér meiri tíma í það. Samfestingar og glæsilegar dragtir eru einkennandi hjá Elísabetu Ölmu.Saga Sig Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er svaka blandaður en í stuttu máli rómantískur glam 70’s í bland við klassík. Stíllinn hennar Elísabetar Ölmu er blandaður en sérstaklega klassískur í bland við rómantískan 70's glam. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já að einhverju leyti, ég hef orðið klassískari með tímanum en samt er grunnurinn sá sami. Einu sinni átti ég ekkert svart og það var alveg stefna hjá mér að eiga ekkert slíkt, því litir gerðu svo mikið fyrir mig. Þegar ég var yngri var ég mjög villt í klæðaburði, ef svo má að orði komast, og ég fann einhverja útrás í því að klæða mig á persónulegan hátt. Ég var 18 ára þegar ég byrjaði að vinna í vintage búðum bæjarins, Rokk og rósum, sælla minninga, og Spúútnik. Á þessum tíma klæddist ég pallíettukjólum frá níunda áratugnum, blúndukjólum frá sjötta áratugnum og allt þar á milli. Þegar maður horfir til baka var þetta dálítill sirkus en ég viðurkenni að þetta var svo dásamlega skemmtilegur tími. Enn þann dag í dag er alltaf smá sirkus í mér og ég elska að finna fallegar statement flíkur sem tala sterkt til mín. Elísabet Alma sækir mikið í að fara á markaði þegar hún er erlendis og fær innblástur þaðan.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblásturinn kemur víða að og er oft mjög óljós. Allt það sjónræna hefur óbein áhrif; listin, arkitektúr og hin ýmsu tímabil í tískusögunni. Ég sæki mjög mikið í að fara á markaði þegar ég er erlendis til að finna innblástur og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Í raun eru þau trend sem eru í gangi hverju sinni oftast arfleifð þess liðna og það má auðvitað segja það um svo margt annað en tísku. Elísabet Alma segir allt það sjónræna hafa óbein áhrif á stíl sinn og nefnir þar listina, arkitektúr og hin ýmsu tímabil í tískusögunni.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Fatnaður hefur mjög oft áhrif á hvernig manni líður og því finnst mér að mikilvægt að klæðast ekki einhverju sem manni líður illa í. Elísabet Alma segir mikilvægt að klæðast flíkum sem manni líður vel í.Anna Kristín Óskars Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þegar ég var 16 ára keypti ég mér gólfsíða silfurlitaða kápu í Mótor á Laugavegi og ég hugsa oft um að ég vildi að ég ætti þessa flík ennþá, svakalega töff. Um daginn hitti ég eiganda verslunarinnar og minntist á þessa einstöku flík og hún mundi eftir henni 19 árum síðar, sem var mjög skemmtilegt. Elísabet Alma klæðist hér kjól úr Spjöru. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Stærsta vandamál heimsins í dag er auðvitað hraðtíska og ég er sannarlega meðvituð um það. Þannig ráðið er klárlega að kaupa vandaðar flíkur úr góðum efnum sem maður sér fram á að nota oft. Ef tilefnið er sérstakt þá finnst mér frábært að geta nýtt sér fataleigu eins og Spjöru. Svo finnst mér líka að maður eigi að vera duglegur að skiptast á fötum við vinkonur sínar. Það er deilihagkerfi sem mætti sannarlega að virkja betur. Hér má finna Instagram síðu Elísabetar Ölmu. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. febrúar 2023 07:00 „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Elísabet Alma segir tískuna lifandi og skemmtilega.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er lifandi og skemmtileg og segir margt um karakter fólks. Það er svo áhugavert hvað maður getur lesið í týpuna út frá því hvernig manneskjan klæðir sig. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á nokkrar uppáhalds flíkur og margar þeirra eru keyptar á mörkuðum eða í vintage verslunum. Sú flík sem er hvað mest í uppáhaldi er dásamlegur blár japanskur silkijakki frá ömmu minni sem ég hef notað sem kápu undanfarið. Hann hefur fylgt mér í mörg ár. Það er alltaf sérstök tilfinning að klæðast einhverju sem hefur tilfinningalegt gildi og þessi flík er klárlega ein af þeim. Hér klæðist Elísabet Alma silkijakkanum frá ömmu sinni.Aðsend Eyðir þú miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mjög misjafnt og fer alveg eftir því hvað ég hef mikinn tíma. Mér finnst mikilvægt að eiga go to dress þegar ég er á hraðferð að koma mér út úr húsi og þá eru samfestingar auðvitað í uppáhaldi, enda þarf ekki að para neitt saman. Svo elska ég að setja saman skemmtilegar samsetningar í flókna litríka fataskápnum mínum og gefa mér meiri tíma í það. Samfestingar og glæsilegar dragtir eru einkennandi hjá Elísabetu Ölmu.Saga Sig Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er svaka blandaður en í stuttu máli rómantískur glam 70’s í bland við klassík. Stíllinn hennar Elísabetar Ölmu er blandaður en sérstaklega klassískur í bland við rómantískan 70's glam. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já að einhverju leyti, ég hef orðið klassískari með tímanum en samt er grunnurinn sá sami. Einu sinni átti ég ekkert svart og það var alveg stefna hjá mér að eiga ekkert slíkt, því litir gerðu svo mikið fyrir mig. Þegar ég var yngri var ég mjög villt í klæðaburði, ef svo má að orði komast, og ég fann einhverja útrás í því að klæða mig á persónulegan hátt. Ég var 18 ára þegar ég byrjaði að vinna í vintage búðum bæjarins, Rokk og rósum, sælla minninga, og Spúútnik. Á þessum tíma klæddist ég pallíettukjólum frá níunda áratugnum, blúndukjólum frá sjötta áratugnum og allt þar á milli. Þegar maður horfir til baka var þetta dálítill sirkus en ég viðurkenni að þetta var svo dásamlega skemmtilegur tími. Enn þann dag í dag er alltaf smá sirkus í mér og ég elska að finna fallegar statement flíkur sem tala sterkt til mín. Elísabet Alma sækir mikið í að fara á markaði þegar hún er erlendis og fær innblástur þaðan.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblásturinn kemur víða að og er oft mjög óljós. Allt það sjónræna hefur óbein áhrif; listin, arkitektúr og hin ýmsu tímabil í tískusögunni. Ég sæki mjög mikið í að fara á markaði þegar ég er erlendis til að finna innblástur og það er það skemmtilegasta sem ég geri. Í raun eru þau trend sem eru í gangi hverju sinni oftast arfleifð þess liðna og það má auðvitað segja það um svo margt annað en tísku. Elísabet Alma segir allt það sjónræna hafa óbein áhrif á stíl sinn og nefnir þar listina, arkitektúr og hin ýmsu tímabil í tískusögunni.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Fatnaður hefur mjög oft áhrif á hvernig manni líður og því finnst mér að mikilvægt að klæðast ekki einhverju sem manni líður illa í. Elísabet Alma segir mikilvægt að klæðast flíkum sem manni líður vel í.Anna Kristín Óskars Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þegar ég var 16 ára keypti ég mér gólfsíða silfurlitaða kápu í Mótor á Laugavegi og ég hugsa oft um að ég vildi að ég ætti þessa flík ennþá, svakalega töff. Um daginn hitti ég eiganda verslunarinnar og minntist á þessa einstöku flík og hún mundi eftir henni 19 árum síðar, sem var mjög skemmtilegt. Elísabet Alma klæðist hér kjól úr Spjöru. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Stærsta vandamál heimsins í dag er auðvitað hraðtíska og ég er sannarlega meðvituð um það. Þannig ráðið er klárlega að kaupa vandaðar flíkur úr góðum efnum sem maður sér fram á að nota oft. Ef tilefnið er sérstakt þá finnst mér frábært að geta nýtt sér fataleigu eins og Spjöru. Svo finnst mér líka að maður eigi að vera duglegur að skiptast á fötum við vinkonur sínar. Það er deilihagkerfi sem mætti sannarlega að virkja betur. Hér má finna Instagram síðu Elísabetar Ölmu.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. febrúar 2023 07:00 „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00
Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. febrúar 2023 07:00
„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00
„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01