Breytingar í farvatninu á Englandi: Stuðningsmenn fá meiri völd og óháður aðili mun meta hæfi eigenda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 07:00 Manchester United gæti fengið nýja eigendur á næstu vikum en stuðningsmenn hafa viljað losna við Glazer-fjölskylduna sem eigendur í fjölda ára. Vísir/Getty Breska ríkisstjórnin mun síðar í dag kynna tillögur að nýrri lagasetningu sem er ætlað að stuðla að bættum starfsháttum í enskri knattspyrnu. Ef lögin öðlast gildi er ljóst að um umfangsmiklar breytingar er að ræða. Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt. Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt.
Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira