Breytingar í farvatninu á Englandi: Stuðningsmenn fá meiri völd og óháður aðili mun meta hæfi eigenda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2023 07:00 Manchester United gæti fengið nýja eigendur á næstu vikum en stuðningsmenn hafa viljað losna við Glazer-fjölskylduna sem eigendur í fjölda ára. Vísir/Getty Breska ríkisstjórnin mun síðar í dag kynna tillögur að nýrri lagasetningu sem er ætlað að stuðla að bættum starfsháttum í enskri knattspyrnu. Ef lögin öðlast gildi er ljóst að um umfangsmiklar breytingar er að ræða. Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt. Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Skysports greinir frá málinu en í frétt miðilsins kemur fram að lagatillögurnar fela meðal annars í sér að skipaður verði sérstakur óháður eftirlitsaðili knattspyrnunnar en sú tillaga byggir á tillögu stuðningsmanna knattspyrnufélaga á Englandi frá árinu 2021. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, segir að lagatillögurnar færi stuðningsmönnum félaganna meiri völd. „Þessar djörfu nýju hugmyndir munu færa stuðningsmennina aftur að hjarta knattspyrnunnar, verja arfleið og hefðir félaganna okkar og vernda þessa fallegu íþrótt fyrir framtíðarkynslóðir.“ Megintilgangur laganna verður að koma á fót leyfiskerfi sem tryggir að félög séu rekin á sjálfbæran hátt í kjölfar vandræða félaga eins og Macclesfield Town sem varð gjaldþrota árið 2020 og Bury sem hefur átt í gríðarlegum vandræðum á síðustu misserum. Óháður eftirlitsaðili mun sömuleiðis meta hæfi eigenda félaganna sem og stjórnenda þeirra með áherslu á áreiðanleika og velsæmi. Ekki er komið í ljós hvort þetta feli í sér að eigendur þurfi að standast ákveðin viðmið vegna mannréttinda en Amnesty International hefur kallað eftir slíkum reglum, meðal annars vegna yfirtöku aðila með tengingu við stjórnvöld í Sádi Arabíu á Newcastle United og nú á nýjan leik vegna möglegrar yfirtöku aðila frá Katar á Manchester United. Eftirlitsaðilinn mun einnig geta stigið inn í og stofna gerðardóm geti enska úrvalsdeildin, samtök knattspyrnufélaga og enska knattspyrnusambandið ekki komið sér saman um hvernig tekjuhæstu félögin styðji við félög í neðri deildum. Þá verður tryggt að stuðningsmenn muni hafa meira að segja um rekstur félaganna, að þeir fái tækifæri til að tjá sig um mögulegar breytingar á arfleið félagsins líkt og nafni þess, merki eða lit á búningum. Félög þyrftu einnig að sækja um samþykki hjá áðurnefndum eftirlitsaðila ætli það sér að selja eða flytja leikvang félagsins. Hugmynd nokkurra stórliða í Evrópu, þar á meðal á Englandi, um stofnun Ofurdeildar árið 2021 er líka eitt af því sem komið er inn á í lagatillögunum. Stofnun deildarinnar var ein af ástæðunum fyrir því að breska ríkisstjórnin flýtti eigin áætlunum um að óska eftir tillögum frá stuðningsmönnum félaga á Englandi vegna ýmissa álitamála. Í nýju lagatillögunum er tekið fram að eftirlitsaðilinn sem áður hefur verið nefndur muni hafa völd til að banna félögum þátttöku í keppnum sem ekki mæta fyrirfram ákveðnum kröfum sem ákveðnar verða í samráði enska knattspyrnusambandsins og stuðningsmanna félaganna. Eins og áður segir er aðeins um tillögur ríkisstjórnarinnar að ræða og á eftir að ræða þær á breska þinginu. Ljóst er þó að stjórnvöld vilja gera ýmsar breytingar á ensku knattspyrnuumhverfi og eru tillögurnar eitt skref í þá átt.
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira