Carragher foxillur: „Skammarlegt og vandræðalegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Carragher var ekki ánægður með Rauða herinn í gær. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vandaði leikmönnum liðsins ekki kveðjurnar eftir 5-2 tap þeirra fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira