Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 23:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12
Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent