Sumarljós og svo kemur nóttin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. Kvikmyndin var frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni í október árið 2022.
Hjónin Elfar Aðalsteinsson, leikstjóri og handritshöfundur, og Anna María Pitt, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni, voru á hátíðinni og tóku við verðlaununum. Þegar Elfar tók við verðlaununum sagði hann að um mikinn heiður væri að ræða.
„Það er mikill heiður fyrir okkur að vera verðlaunuð á þessari glæsilegu gamalgrónu hátíð og að fá svona innilegar viðtökur frá áhorfendum var alveg yndislegt. Þetta gefur okkur mikinn meðbyr við kynningu og dreifingu á myndinni erlendis,“ sagði Elfar er hann tók við verðlaununum
Nóg var af stórstjörnum á hátíðinni. Þar mátti meðal annars sjá leikara og leikkonur eins og Cate Blanchett, Jamie Lee Curtis, Colin Farrell og Brendan Gleeson taka við verðlaunum.