Telur að félagsmenn samþykki verkbann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 19:12 Félagsmenn SA greiða nú atkvæði um tillögu stjórnar samtakanna um verkbann á félagsmenn Eflingar. Verði hún samþykkt hefst verkbannið 2. mars þ.e. ef deila samtakanna og Eflingar er enn óleyst þá. Vísir/Vilhelm Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira