Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Toni Kroos tekur í spaðann á Fabinho eftir sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra, þar sem Real vann 1-0. Getty/Jonathan Moscrop Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira