Ísland á „grafalvarlegum stað“ eftir tvær vikur af verkföllum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 20:33 Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Ívar Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir það gríðarleg vonbrigði að verkfall hefjist aftur í nótt. Á föstudaginn og laugardag hefði tónninn í deiluaðilum verið jákvæður og hann var vongóður um að deilan myndi leysast. „Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
„Því hún þarf svo sannarlega að leysast. Þetta eru mikil vonbrigði að það sé aftur búið að sigla í strand,“ sagði Þórður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Varðandi það að langt gæti verið í næstu viðræður sagði Þórður að skaðinn yrði gífurlegur. „Við sáum þarna að við fengum einn og hálfan dag og strax urðu tíu prósent bensínstöðva tómar og farið að skapast ákveðið vandamál,“ sagði Þórður. „En fimm til sjö dagar, þá ertu kominn alveg að þolmörkum hvað við sem samfélag þolum. Eftir sjöunda daginn fer þetta að líta ansi svart út.“ Þórður sagði að ef ekki stæði til að ræða saman fyrr en eftir tvær vikur í fyrsta lagi, væri Ísland komið á grafalvarlegan stað. Varðandi undanþágur og hvernig undanþágur muni fara fram sagði Þórður að áhugavert hefði verið að fylgjast með því í síðustu viku. Enginn hafi verið að dreifa eldsneyti nema Skeljungur og Olíudreifing. Nú þyrfti að senda inn undanþágur og í kjölfar þess sé hægt að opna ákveðnar bensínstöðvar fyrir viðkomandi. Þórður sagði að þetta myndi ekki byrja að gerast fyrr en eftir nokkra daga. Þá þyrfti að fá bílstjóra í verkfalli til að keyra undanþágurnar. Viðtalið við Þórð má sjá í spilaranum hér að neðan. Rætt er við hann í lok fréttarinnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira