„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 17:55 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er ekki vongóður á að viðræður á morgun skili miklu. Vísir/Ívar Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. „Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
„Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40
Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18
Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11