Barcelona er með átta stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir að liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Cadiz í kvöld.
Var þetta sjöundi deildarsigur liðsins í röð, en það voru þeir Sergi Roberto og Robert Lewandowski sem sáu um markaskorun liðsins með stuttu millibili stuttu fyrir hálfleikshléið.
Barcelona er nú með 59 stig eftir 22 leiki, átta stigum meira en erkifjendur þeirra í Real Madrid sem sitja í öðru sæti. Cadiz situr hins vegar í 17. sæti með 22 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.