Eldræða um forstjóralaun: „Ekki grundvöllur til að tala um sammannleg gildi eða siðferði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:17 Arnmundur Ernst og Erla María voru gagnrýnin á forstjóralaun. Bylgjan „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði. Að mínu mati.“ Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu. Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu.
Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07