Verkfallsaðgerðum frestað Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 21:04 Sólveig Anna og Eflingarfélagar hafa frestað verkfallsaðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira