Sólveig segist komin til að halda viðræðum áfram Bjarki Sigurðsson, Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 17:20 Ástráður Haraldsson dró fyrir tjöldin á fundarherbergi í húsnæði ríkissáttasemjara þegar hann og Sólveig settust þar. Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni. Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira