Ekki bara samviskan sem mun stöðva bensínþyrstan almenning Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 15:50 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, biðlar til fólks að virða lokanir þessara stöðva. Vísir/Vilhelm/Orkan Tvær bensínstöðvar Orkunnar eru nú lokaðar almenningi vegna verkfallsins. Forstjóri Orkunnar segir þó að nóg eldsneyti sé til sem stendur og hvetur almenning til að halda ró sinni. Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“ Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17