Ekki bara samviskan sem mun stöðva bensínþyrstan almenning Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 15:50 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, biðlar til fólks að virða lokanir þessara stöðva. Vísir/Vilhelm/Orkan Tvær bensínstöðvar Orkunnar eru nú lokaðar almenningi vegna verkfallsins. Forstjóri Orkunnar segir þó að nóg eldsneyti sé til sem stendur og hvetur almenning til að halda ró sinni. Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“ Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17