„Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum?“ Snorri Másson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag að nýju á miðvikudag, þar sem fjallað var um þau óljósu tilmæli frá stofnunum samfélagsins til almennings, að forðast utanlandsferðir. Slíkar ráðstafanir eigi að styrkja gengi krónunnar. Spurt var hvort grundvallarmunur væri á þeirri viðleitni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir fólksflutninga til Vesturheims á 19. öld og þeirri viðleitni stjórnvalda nú, að varna almennum borgurum vegar út fyrir landsteinana í saklaust frí. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda,“ segir Jakob Birgisson í Íslandi í dag, sem sjá má að ofan.Vísir Jakob segir að vísu bagalegt að stjórnvöld séu búin missa slíka stjórn á efnahagsmálunum að þau þurfi að beina þessum tilmælum til Íslendinga, en að engu að síður séu tilmælin sem slík göfug. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda. Fólk er að fara með börn til útlanda. Ég meina í alvöru. Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum? Þau hafa ekkert að gera í útlöndum. Það er vesen að fara með þau. Það er dýrt. Það er ekkert skemmtilegt við það - og börnin hafa raunar ekkert gaman af því sjálf,“ segir Jakob. Jakob tók dæmi af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Skagafirði og lofaði hans nálgun í málefnum utanlandsferða. Í viðtali árið 2019 greindi Þórólfur frá þeirri mögnuðu staðreynd, að hann hafði þá ekki farið til útlanda í fimmtán ár; frá 2004. Ekki stafar kyrrsetan af fjárskorti enda kaupfélagsstjórinn að vænta má sterkefnaður maður. „Ég held að við ættum að taka hann okkur til fyrirmyndar í þessum efnum,“ segir Jakob. Hér er tilvitnun í Þórólf úr Morgunblaðsviðtalinu: „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“ Jakob Birgisson er reglulegur gestur í Íslandi í dag á miðvikudögum á Stöð 2.Vísir Ferðalög Efnahagsmál Ísland í dag Tengdar fréttir Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Spurt var hvort grundvallarmunur væri á þeirri viðleitni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir fólksflutninga til Vesturheims á 19. öld og þeirri viðleitni stjórnvalda nú, að varna almennum borgurum vegar út fyrir landsteinana í saklaust frí. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda,“ segir Jakob Birgisson í Íslandi í dag, sem sjá má að ofan.Vísir Jakob segir að vísu bagalegt að stjórnvöld séu búin missa slíka stjórn á efnahagsmálunum að þau þurfi að beina þessum tilmælum til Íslendinga, en að engu að síður séu tilmælin sem slík göfug. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda. Fólk er að fara með börn til útlanda. Ég meina í alvöru. Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum? Þau hafa ekkert að gera í útlöndum. Það er vesen að fara með þau. Það er dýrt. Það er ekkert skemmtilegt við það - og börnin hafa raunar ekkert gaman af því sjálf,“ segir Jakob. Jakob tók dæmi af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Skagafirði og lofaði hans nálgun í málefnum utanlandsferða. Í viðtali árið 2019 greindi Þórólfur frá þeirri mögnuðu staðreynd, að hann hafði þá ekki farið til útlanda í fimmtán ár; frá 2004. Ekki stafar kyrrsetan af fjárskorti enda kaupfélagsstjórinn að vænta má sterkefnaður maður. „Ég held að við ættum að taka hann okkur til fyrirmyndar í þessum efnum,“ segir Jakob. Hér er tilvitnun í Þórólf úr Morgunblaðsviðtalinu: „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“ Jakob Birgisson er reglulegur gestur í Íslandi í dag á miðvikudögum á Stöð 2.Vísir
Ferðalög Efnahagsmál Ísland í dag Tengdar fréttir Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01
Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54