Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 11:13 Eyjólfur Árni mætir til fundarins í morgun. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16