Fótbolti

Fyrrum for­sætis­ráð­herra Svía gæti orðið for­seti sænska sam­bandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fredrik Reinfeldt var aðeins 41 árs þegar hann var forsætisráðherra Svíþjóðar.
Fredrik Reinfeldt var aðeins 41 árs þegar hann var forsætisráðherra Svíþjóðar. Getty/Nils Petter Nilsson

Fredrik Reinfeldt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur verið orðaður við forsetastólinn hjá sænska knattspyrnusambandinu.

Sérstök valnefnd lagði það til við sænska sambandið að Reinfeldt væri besti kosturinn.

„Við höfum hlustað á alla og höfðum á endanum tekið þá ákvörðun að tillaga nefndarinnar til þessarar stöðu í sænska knattspyrnusambandinu sé Fredrik Reinfeldt,“ segir í greinargerð nefndarinnar.

Sænska knattspyrnusambandið kýs nýjan forseta 25. mars næstkomandi. Karl-Erik Nilsson hefur verið forseti frá 2012 en ákvað að hætta í ár.

Fredrik Reinfeldt, sem er frá Stokkhólmi, er 57 ára gamall en hann var forsætisráðherra Svíþjóðar frá 2006 til 2014. Hann varð á sínum tíma sá þriðji yngsti til að gegna þessari stöðu en Reinfeldt var 41 árs þegar hann tók við.

Reinfeldt er harður stuðningsmaður Djurgårdens IF og mikill fótboltaáhugamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×