„Við hittumst klukkan níu í morgun og við byrjuðum að funda og höfum fundað meira og minna í allan dag. Verkefnið er að leita leiða til að geta komið á eiginlegum og efnislegum kjarasamningsviðræðum sem ekki hefur verið mikið um fram að þessu,“ segir Ástráður.
„Við erum ekki komin þangað enn og veit ekki hvernig við komumst þangað,“ segir Ástráður. Haldið verði áfram að reyna að finna leiðina þegar fundar hefst á ný klukkan 20.
„Ég geri ráð fyrir að fyrir lok þessa dags muni koma í ljós hvort eiginlegar kjarasamningsviðræður muni fara í gang,“ segir Ástráður.
Hann segir alla vilja leysa málið en aðilar sjái málið ólíkum augum.
„Ég held að allir séu með jákvæðum huga að reyna að leita lausna,“ segir Ástráður.