Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 15:37 Georgina hafði ýmislegt við samningaviðræðurnar að athuga. Hún vill miklu hærri launahækkun en þá sem verið sé að berjast fyrir. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32