Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 12:09 Eldsneytisflutningabílar byrjuðu að safnast saman í birgðastöðinni í Örfirisey um klukkan ellefu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir mikilvægt að hægt verði að halda helstu innvið samfélagsins gangandi. vísir/einar Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. Bílstjórar eldsneytisflutningabíla tóku að streyma í birgðastöðina í Örfirisey rétt fyrir klukkan ellefu í morgun eftir að hafa lokið síðustu ferðum sínum áður en verkfall þeirra skall á klukkan tólf á hádegi. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs segir að þar með hafi öll dreifing fyrirtækisins stöðvast. Skeljungur kaupi inn eldsneyti og dreifi til orkustöðvanna og Costco ásamt fjölda fyrirtækja, verktaka og rútufyrirtækja. Áhrifa verkfallsins gæti strax. „Það þýðir ekkert annað fyrir okkur en vera salíróleg og reyna að gera það sem við getum. Nú eru allir bílar hjá okkur úti á fullu að fylla á hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur engin stöð fallið hjá Orkunni. Costco á nóg af eldsneyti. Allir okkar viðskiptavinir sem hafa sína einkatanka og annað slíkt, það er búið að fylla allt upp í topp. Þannig að til að byrja með verður þetta í lagi. Maður heyrir af stöðvum sem eru þegar byrjaðar að falla og veit af þeim. Það styttist í að fyrsta stöðin hjá Orkunni falli eins og gengur og gerist,“ sagði Þórður um klukkan ellefu í morgun. Hann sagðist hins vegar bíða spenntur eftir að heyra af af drifum fjölda undanþágubeiðna Skeljungs. Aðeins ein þeirra hefði fengist afgreidd og það væri til Strætó. Það væri gleðilegt að Strætó muni því ganga. „En við bíðum eftir svari frá Eflingu varðandi fjölda annarra undanþága sem við sendum inn. Því ég sé ekki tilganginn með að til dæmis lögreglan fái undanþágu vegna þess að lögreglan er ekki að dreifa eldsneyti. Það erum við sem erum að dreifa eldsneytinu. Þannig að lögreglan þarf einhver stað til að taka eldsneytið og þeir þurfa eldsneyti á staðinn til þess að hægt sé að halda lögreglunni gangandi. Ég tala nú ekki um alla hina. Þannig að undanþága til einhvers sem er ekki að dreifa eldsneyti; ég skil ekki alveg tilganginn með því,“ segir Þórður Undanþágubeiðnir Skeljungs miði að því að hægt verði að halda innviðum gangandi og öruggis væri gætt. „Þetta snýr mikið að heilbrigðisstéttunum okkar. Við höfum óskað eftir því að fá að dreifa á tilteknar eldsneytisstöðvar til að halda því fólki gangandi. Læknar þurfa að komast í vinnu, Læknavaktin þarf að starfa, sjúkrabílar þurfa að ganga, heimahjúkrun þarf að vera í lagi og svo framvegis. Þannig að þetta skiptir allt gríðarlega miklu máli. Við getum ekki dælt á bílinn heima hjá þessum aðilum,“ sagði Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs í viðtali við Kristínu Ólafsdóttir. Uppfært klukkan 13:37 Nokkrar undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla hafa verið samþykktar. Sjá tilkynningu að neðan: Undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla samþykktar Skeljungur hefur fengið undaþágubeiðnir fyrir dreifingu eldsneytist í almannaþágu til eftirfarandi aðila samþykktar af hálfu undanþágunefnd Eflingar: Dreifing á JET A-1 á innanlandsflugvelli Dreifing á díesel á Reykjavíkurflugvöll Dreifing á díesel á Keflavíkurflugvöll Þá hafa eftirfarandi beiðnir um undanþágur einnig verið veittar: Dreifing á díesel á einkatanka Strætisvagna Dreifing á díesel á varaaflsstöðvar Dreifing á díesel og bensín á bensínstöð Hreyfils í Fellsmúla Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs; „Hluti þeirra undanþágubeiðna sem við sendum hafa nú verið afgreiddar en við bíðum svara við nokkrum beiðnum ennþá. Við erum ánægð með góðar undirtektir af hálfu Eflingar gagnvart þeim undanþágubeiðnum sem við höfum fengið samþykktar, með því móti er öryggi og almannaheill betur tryggð við krefjandi aðstæður.“ Kjaraviðræður 2022-23 Orkumál Bensín og olía Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14. febrúar 2023 22:21 Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14. febrúar 2023 19:49 Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis. 14. febrúar 2023 18:48 Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14. febrúar 2023 18:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Bílstjórar eldsneytisflutningabíla tóku að streyma í birgðastöðina í Örfirisey rétt fyrir klukkan ellefu í morgun eftir að hafa lokið síðustu ferðum sínum áður en verkfall þeirra skall á klukkan tólf á hádegi. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs segir að þar með hafi öll dreifing fyrirtækisins stöðvast. Skeljungur kaupi inn eldsneyti og dreifi til orkustöðvanna og Costco ásamt fjölda fyrirtækja, verktaka og rútufyrirtækja. Áhrifa verkfallsins gæti strax. „Það þýðir ekkert annað fyrir okkur en vera salíróleg og reyna að gera það sem við getum. Nú eru allir bílar hjá okkur úti á fullu að fylla á hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur engin stöð fallið hjá Orkunni. Costco á nóg af eldsneyti. Allir okkar viðskiptavinir sem hafa sína einkatanka og annað slíkt, það er búið að fylla allt upp í topp. Þannig að til að byrja með verður þetta í lagi. Maður heyrir af stöðvum sem eru þegar byrjaðar að falla og veit af þeim. Það styttist í að fyrsta stöðin hjá Orkunni falli eins og gengur og gerist,“ sagði Þórður um klukkan ellefu í morgun. Hann sagðist hins vegar bíða spenntur eftir að heyra af af drifum fjölda undanþágubeiðna Skeljungs. Aðeins ein þeirra hefði fengist afgreidd og það væri til Strætó. Það væri gleðilegt að Strætó muni því ganga. „En við bíðum eftir svari frá Eflingu varðandi fjölda annarra undanþága sem við sendum inn. Því ég sé ekki tilganginn með að til dæmis lögreglan fái undanþágu vegna þess að lögreglan er ekki að dreifa eldsneyti. Það erum við sem erum að dreifa eldsneytinu. Þannig að lögreglan þarf einhver stað til að taka eldsneytið og þeir þurfa eldsneyti á staðinn til þess að hægt sé að halda lögreglunni gangandi. Ég tala nú ekki um alla hina. Þannig að undanþága til einhvers sem er ekki að dreifa eldsneyti; ég skil ekki alveg tilganginn með því,“ segir Þórður Undanþágubeiðnir Skeljungs miði að því að hægt verði að halda innviðum gangandi og öruggis væri gætt. „Þetta snýr mikið að heilbrigðisstéttunum okkar. Við höfum óskað eftir því að fá að dreifa á tilteknar eldsneytisstöðvar til að halda því fólki gangandi. Læknar þurfa að komast í vinnu, Læknavaktin þarf að starfa, sjúkrabílar þurfa að ganga, heimahjúkrun þarf að vera í lagi og svo framvegis. Þannig að þetta skiptir allt gríðarlega miklu máli. Við getum ekki dælt á bílinn heima hjá þessum aðilum,“ sagði Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs í viðtali við Kristínu Ólafsdóttir. Uppfært klukkan 13:37 Nokkrar undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla hafa verið samþykktar. Sjá tilkynningu að neðan: Undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla samþykktar Skeljungur hefur fengið undaþágubeiðnir fyrir dreifingu eldsneytist í almannaþágu til eftirfarandi aðila samþykktar af hálfu undanþágunefnd Eflingar: Dreifing á JET A-1 á innanlandsflugvelli Dreifing á díesel á Reykjavíkurflugvöll Dreifing á díesel á Keflavíkurflugvöll Þá hafa eftirfarandi beiðnir um undanþágur einnig verið veittar: Dreifing á díesel á einkatanka Strætisvagna Dreifing á díesel á varaaflsstöðvar Dreifing á díesel og bensín á bensínstöð Hreyfils í Fellsmúla Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs; „Hluti þeirra undanþágubeiðna sem við sendum hafa nú verið afgreiddar en við bíðum svara við nokkrum beiðnum ennþá. Við erum ánægð með góðar undirtektir af hálfu Eflingar gagnvart þeim undanþágubeiðnum sem við höfum fengið samþykktar, með því móti er öryggi og almannaheill betur tryggð við krefjandi aðstæður.“
Kjaraviðræður 2022-23 Orkumál Bensín og olía Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14. febrúar 2023 22:21 Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14. febrúar 2023 19:49 Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis. 14. febrúar 2023 18:48 Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14. febrúar 2023 18:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26
Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14. febrúar 2023 22:21
Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14. febrúar 2023 19:49
Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis. 14. febrúar 2023 18:48
Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14. febrúar 2023 18:39