Innlent

„Ljóst er að túlkun vinnulöggjafarinnar er í uppnámi“

Máni Snær Þorláksson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Egill

Landsréttur úrskurðaði í dag að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með þessu sé túlkun vinnulöggjafarinnar í uppnámi.

Hvorki Efling né ríkissáttasemjari ætla sér að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Báðir aðilar höfðu gert samkomulag þess efnis áður en úrskurðurinn var kveðinn upp.

Í samantekt sem Samtök atvinnulífsins sendi félagsmönnum sínum í dag segir að ljóst sé að núverandi verkfallshrina eigi eftir að halda áfram að öllu óbreyttu. 

„Samtök atvinnulífsins róa nú öllum árum að því að bregðast við nýjustu fréttum og lágmarka allt tjón sem þessi framvinda veldur,“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í samantektinni.

„Ljóst er að túlkun vinnulöggjafarinnar er í uppnámi. Miðlunartillagan er lögmæt en afhending kjörskrár ekki, sem er þó forsenda atkvæðagreiðslu svo miðlunartillagan öðlist gildi.“


Tengdar fréttir

Væri lág­kúru­legt ef sátta­semjari færi með málið til Hæsta­réttar

Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.

Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×