„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 12:33 Ferðaskrifstofan auglýsir kosti Íslands í auglýsingunni, þar á meðal að dagpeninga sé hér að fá í nokkurn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður segir málið alvarlegt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofa í Venesúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. Ferðaskrifstofan Air Viajes birti auglýsinguna á Instagram fyrir skömmu. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð en þar nefndi starfsfólk ferðaskrifstofunnar fjölmarga kosti þess að koma hingað til lands. Af hverju er best að búa á Íslandi? Kostirnir eru margir; menntakerfinu og almannatryggingakerfinu er hrósað í hástert og þá kemur einnig fram að dagpeningar séu í boði í óákveðinn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd segir málið alvarlegt. „Ég hef haft efasemdir um það að sá mikli fjöldi flóttamanna sem hefur komið hingað frá Venesúela undanfarin misseri séu í raun flóttamenn í skilningi laganna; þeir séu hérna af efnahagslegum ástæðum í heimalandinu. Og það er ekki grundvöllur fyrir því að fá hér alþjóðlega vernd. “ „Ég byggi þetta meðal annars á samtölum mínum við nefndarmenn í flóttamannanefnd Evrópuráðsins þar sem ég sit fyrir Íslands hönd. Og þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu í Venesúela þar sem boðið er upp á ferðir til Íslands: Það er sagt að hér sé gott velferðarkerfi og peningar í boði við komuna til landsins, staðfestir bara það sem ég hef sagt í þinginu.“ Í auglýsingunni eru teknir saman punktar um góða kosti landsins. Skjáskot Birgir segir fjölda flóttamanna frá Venesúela hér á landi óeðlilegan. Í fyrra hafi komið um 1200 flóttamenn frá Venesúela hingað til lands, saman borið við 80 í Noregi. Hann hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í allsherjar- og menntamálanefnd. „Og ef rétt reynist að í Venesúela er iðnaður í kringum það að senda fólk á velferðarkerfið á Íslandi, þá verður að taka það föstum tökum. Það er ótrúlega bíræfið að mínu mati að geta verið að auglýsa ferðir hingað til lands þar sem verið er að dásama hér velferðarkerfið og peningar í boði þegar þú kemur til landsins, eins og segir í auglýsingunni, það er bara augljóst að það er einhvers konar iðnaður í kringum þann fjölda sem er að koma hingað til landsins, því miður.“ Alvarlegt mál Birgir segir óeðlilegt að þeir sem komi frá Venesúela fái fjögurra ára viðbótarvernd á meðan þeir sem koma frá Úkraínu, stríðshrjáðu landi, fái vernd í eitt ár. Það þarf að fylgjast mjög grannt með þessu ef niðurstaðan er sú að það er verið að senda fólk gagngert til að komast á velferðarkerfið, fólk sem er ekki í raun og veru flóttamenn heldur er að sækjast eftir betra efnahagslegu ástandi. Er þetta alvarlegt mál? „Það myndi ég svo sannarlega segja. Ef rétt reynist þá er þetta misnotkun á velferðarkerfinu á Íslandi og á því verður að taka,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður að lokum. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Ferðaskrifstofan Air Viajes birti auglýsinguna á Instagram fyrir skömmu. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð en þar nefndi starfsfólk ferðaskrifstofunnar fjölmarga kosti þess að koma hingað til lands. Af hverju er best að búa á Íslandi? Kostirnir eru margir; menntakerfinu og almannatryggingakerfinu er hrósað í hástert og þá kemur einnig fram að dagpeningar séu í boði í óákveðinn tíma. Birgir Þórarinsson alþingismaður sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd segir málið alvarlegt. „Ég hef haft efasemdir um það að sá mikli fjöldi flóttamanna sem hefur komið hingað frá Venesúela undanfarin misseri séu í raun flóttamenn í skilningi laganna; þeir séu hérna af efnahagslegum ástæðum í heimalandinu. Og það er ekki grundvöllur fyrir því að fá hér alþjóðlega vernd. “ „Ég byggi þetta meðal annars á samtölum mínum við nefndarmenn í flóttamannanefnd Evrópuráðsins þar sem ég sit fyrir Íslands hönd. Og þessi auglýsing frá ferðaskrifstofu í Venesúela þar sem boðið er upp á ferðir til Íslands: Það er sagt að hér sé gott velferðarkerfi og peningar í boði við komuna til landsins, staðfestir bara það sem ég hef sagt í þinginu.“ Í auglýsingunni eru teknir saman punktar um góða kosti landsins. Skjáskot Birgir segir fjölda flóttamanna frá Venesúela hér á landi óeðlilegan. Í fyrra hafi komið um 1200 flóttamenn frá Venesúela hingað til lands, saman borið við 80 í Noregi. Hann hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í allsherjar- og menntamálanefnd. „Og ef rétt reynist að í Venesúela er iðnaður í kringum það að senda fólk á velferðarkerfið á Íslandi, þá verður að taka það föstum tökum. Það er ótrúlega bíræfið að mínu mati að geta verið að auglýsa ferðir hingað til lands þar sem verið er að dásama hér velferðarkerfið og peningar í boði þegar þú kemur til landsins, eins og segir í auglýsingunni, það er bara augljóst að það er einhvers konar iðnaður í kringum þann fjölda sem er að koma hingað til landsins, því miður.“ Alvarlegt mál Birgir segir óeðlilegt að þeir sem komi frá Venesúela fái fjögurra ára viðbótarvernd á meðan þeir sem koma frá Úkraínu, stríðshrjáðu landi, fái vernd í eitt ár. Það þarf að fylgjast mjög grannt með þessu ef niðurstaðan er sú að það er verið að senda fólk gagngert til að komast á velferðarkerfið, fólk sem er ekki í raun og veru flóttamenn heldur er að sækjast eftir betra efnahagslegu ástandi. Er þetta alvarlegt mál? „Það myndi ég svo sannarlega segja. Ef rétt reynist þá er þetta misnotkun á velferðarkerfinu á Íslandi og á því verður að taka,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður að lokum.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03