Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2023 13:23 Kristján segist munu mæta til verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Vísir/Arnar Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira