Ten Hag: Sancho getur haft mikil áhrif Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:30 Leikmenn United fagna marki Jadon Sancho í kvöld. Vísir/Getty Erik Tan Hag þjálfari Manchester United viðurkenndi að það væru blendnar tilfinningar að hafa gert jafntefli við Leeds United í kvöld en United kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“ Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
„Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“
Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30
Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01