„Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. febrúar 2023 16:10 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. vísir/egill Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Við þurfum svolítið að horfa og meta stöðuna heildstætt núna. Með þessum hækkunum á stýrivöxtunum er auðvitað álag á heimilin að aukast verulega,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mikil útgjaldaaukning verði hjá heimilum landsins við þessa hækkun. „Einstök heimili geta verið að auka útgjöld sín alveg í tugum þúsunda á mánuði.“ Ríkisstjórnin gangrýnd Í ályktun miðstjórnar ASÍ er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir aðgerðir, eða öllu heldur skort á þeim, þegar kemur að því að minnka verðbólguna. „Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu,“ segir í ályktuninni. Miðstjórn ASÍ hefur boðað til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir við hækkuninni. Aðspurður út í viðbrögðin segir Kristján: „Það sem við munum auðvitað vilja horfa á er hvernig stuðningurinn er til fólksins, hvað eru stjórnvöld að gera til að létta undir með heimilunum? Hver er stuðningurinn í formi vaxtabóta, húsnæðisbóta eða stuðning vegna leigumarkaðar og þar fram eftir götunum? Þetta há verðbólga er að hafa svo neikvæð áhrif á stöðu heimilanna að það er nauðsynlegt að taka umræðu um þetta og meta hvað sé hægt að gera í kjölfarið.“ Áhyggjur af föstum vöxtum sem eru að losna Áhyggjur hafa verið um þau fjölmörgu lán sem eiga eftir að missa fasta vexti á komandi mánuðum. Kristján bendir á að gjöld þeirra lána eiga eftir að stóraukast. „Þeir sem festu vextina, það er einhver stór hópur að losna með vexti á þessu ári. Eins og staðan er núna má sá hópur búast við því að vaxtakjörin tvöfaldist, að greiðslur muni tvöfaldast á einu bretti við það,“ segir hann. „Þetta er það sem við óttuðumst allverulega. Að þegar þetta raungerist að þá verða vandamálin annars vegar miklu stærri eða þá mun fólk neyðast til að fara út í verðtryggð lán, sem eru náttúrulega með lægri greiðslubyrði en verðbólgan leggst á höfuðstólinn og það er rosalega dýrt fyrir fólk. Á sama tíma og það gerist þá hætta auðvitað stýrivextir að virka á markaðinn.“ Óttast að vítahringur sé hafinn Kristján segir að um vítahring sé að ræða. „Vítahringurinn er sá að það er verið að hækka stýrivexti vegna hárrar verðbólgu. Síðan er verðbólgan ennþá há, við sjáum engin áhrif af hækkun stýrivaxta, að það sé að draga úr verðbólgu,“ segir hann. „Síðan er haldið áfram að hækka stýrivextina. Það mun ýta undir annars vegar að verðbólga haldi áfram að aukast eða haldist stöðug svona há. Síðan er hinn vinkillinn að þegar vextir eru fastir eða verðtryggðir að þá hafa stýrivextir mjög takmörkuð áhrif á markaðinn eins og Seðlabankinn vill að gerist. Hann vill að með hækkun stýrivaxta að heimili og fyrirtæki landsins dragi saman seglin, hætti að eyða. Það er það sem verið er að tala um en með því að vera í öðru fyrirkomulagi, ef að stýrivextir hafa ekki áhrif á heimilin þá þurfa þeir bara að hækka ennþá meira til að reyna að hafa einhver sambærileg áhrif og eins og ef fólk væri með breytilega óverðtryggða vexti. Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn, að við séum komin þangað.“ Blæs á að verðbólgan sé kjarasamningunum að kenna Miðstjórnin er ekki hrifin af því að kjarasamningum er kennt um verðbólguna. „Við auðvitað erum verulega ósátt við það sé verið að skella skömminni og skuldinni á kjarasamninga og launafólk á markaði. Það er auðvitað verulega fjarri lagi að svo sé,“ segir Kristján. Seðlabankinn þurfi að líta sér nær, að stórum hluta megi rekja verðbólguna til „heimatilbúinnar fasteignabólu“ og verðhækkana í heiminum. „Þannig við blásum á það, að það séu kjarasamningarnir sem hafa valdið þessari stöðu.“ Hér fyrir neðan má sjá ályktun miðstjórnar ASÍ í heild sinni: Stýrivaxtahækkun í boði ríkisstjórnarinnar Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í morgun. Meginvextir bankans eru nú 6,5% og hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Hækkunin kemur í kjölfar vaxandi verðbólgu en hækkun vísitölunnar í janúar mátti fyrst og fremst rekja til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ mun boða til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir. Verðbólga mælist 9,9%. Miðstjórn hafnar því að skýringuna sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Aðilar vinnumarkaðarins voru sammála um að samningarnir myndu ekki ýta undir verðbólgu. Seðlabankinn verður að líta sér nær, að stórum hluta má rekja verðbólguna til heimatilbúinnar fasteignabólu og alþjóðlegra verðhækkana. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur áður vakið á því athygli að hér eru ekki að verki óumbreytanleg lögmál. Ríkisstjórn Íslands ákvað með samþykki þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem að henni standa að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi. Vextir hækka, húsnæðislánin og húsaleiga verða enn þyngri í vöfum og kjörin verri en áður. Allt eru þetta mannanna verk og líkt og jafnan koma slíkar aðgerðir verst niður á þeim sem búa við erfiðustu afkomuna. Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu. Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
„Við þurfum svolítið að horfa og meta stöðuna heildstætt núna. Með þessum hækkunum á stýrivöxtunum er auðvitað álag á heimilin að aukast verulega,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir að mikil útgjaldaaukning verði hjá heimilum landsins við þessa hækkun. „Einstök heimili geta verið að auka útgjöld sín alveg í tugum þúsunda á mánuði.“ Ríkisstjórnin gangrýnd Í ályktun miðstjórnar ASÍ er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir aðgerðir, eða öllu heldur skort á þeim, þegar kemur að því að minnka verðbólguna. „Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu,“ segir í ályktuninni. Miðstjórn ASÍ hefur boðað til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir við hækkuninni. Aðspurður út í viðbrögðin segir Kristján: „Það sem við munum auðvitað vilja horfa á er hvernig stuðningurinn er til fólksins, hvað eru stjórnvöld að gera til að létta undir með heimilunum? Hver er stuðningurinn í formi vaxtabóta, húsnæðisbóta eða stuðning vegna leigumarkaðar og þar fram eftir götunum? Þetta há verðbólga er að hafa svo neikvæð áhrif á stöðu heimilanna að það er nauðsynlegt að taka umræðu um þetta og meta hvað sé hægt að gera í kjölfarið.“ Áhyggjur af föstum vöxtum sem eru að losna Áhyggjur hafa verið um þau fjölmörgu lán sem eiga eftir að missa fasta vexti á komandi mánuðum. Kristján bendir á að gjöld þeirra lána eiga eftir að stóraukast. „Þeir sem festu vextina, það er einhver stór hópur að losna með vexti á þessu ári. Eins og staðan er núna má sá hópur búast við því að vaxtakjörin tvöfaldist, að greiðslur muni tvöfaldast á einu bretti við það,“ segir hann. „Þetta er það sem við óttuðumst allverulega. Að þegar þetta raungerist að þá verða vandamálin annars vegar miklu stærri eða þá mun fólk neyðast til að fara út í verðtryggð lán, sem eru náttúrulega með lægri greiðslubyrði en verðbólgan leggst á höfuðstólinn og það er rosalega dýrt fyrir fólk. Á sama tíma og það gerist þá hætta auðvitað stýrivextir að virka á markaðinn.“ Óttast að vítahringur sé hafinn Kristján segir að um vítahring sé að ræða. „Vítahringurinn er sá að það er verið að hækka stýrivexti vegna hárrar verðbólgu. Síðan er verðbólgan ennþá há, við sjáum engin áhrif af hækkun stýrivaxta, að það sé að draga úr verðbólgu,“ segir hann. „Síðan er haldið áfram að hækka stýrivextina. Það mun ýta undir annars vegar að verðbólga haldi áfram að aukast eða haldist stöðug svona há. Síðan er hinn vinkillinn að þegar vextir eru fastir eða verðtryggðir að þá hafa stýrivextir mjög takmörkuð áhrif á markaðinn eins og Seðlabankinn vill að gerist. Hann vill að með hækkun stýrivaxta að heimili og fyrirtæki landsins dragi saman seglin, hætti að eyða. Það er það sem verið er að tala um en með því að vera í öðru fyrirkomulagi, ef að stýrivextir hafa ekki áhrif á heimilin þá þurfa þeir bara að hækka ennþá meira til að reyna að hafa einhver sambærileg áhrif og eins og ef fólk væri með breytilega óverðtryggða vexti. Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn, að við séum komin þangað.“ Blæs á að verðbólgan sé kjarasamningunum að kenna Miðstjórnin er ekki hrifin af því að kjarasamningum er kennt um verðbólguna. „Við auðvitað erum verulega ósátt við það sé verið að skella skömminni og skuldinni á kjarasamninga og launafólk á markaði. Það er auðvitað verulega fjarri lagi að svo sé,“ segir Kristján. Seðlabankinn þurfi að líta sér nær, að stórum hluta megi rekja verðbólguna til „heimatilbúinnar fasteignabólu“ og verðhækkana í heiminum. „Þannig við blásum á það, að það séu kjarasamningarnir sem hafa valdið þessari stöðu.“ Hér fyrir neðan má sjá ályktun miðstjórnar ASÍ í heild sinni: Stýrivaxtahækkun í boði ríkisstjórnarinnar Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í morgun. Meginvextir bankans eru nú 6,5% og hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Hækkunin kemur í kjölfar vaxandi verðbólgu en hækkun vísitölunnar í janúar mátti fyrst og fremst rekja til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ mun boða til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir. Verðbólga mælist 9,9%. Miðstjórn hafnar því að skýringuna sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Aðilar vinnumarkaðarins voru sammála um að samningarnir myndu ekki ýta undir verðbólgu. Seðlabankinn verður að líta sér nær, að stórum hluta má rekja verðbólguna til heimatilbúinnar fasteignabólu og alþjóðlegra verðhækkana. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur áður vakið á því athygli að hér eru ekki að verki óumbreytanleg lögmál. Ríkisstjórn Íslands ákvað með samþykki þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem að henni standa að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi. Vextir hækka, húsnæðislánin og húsaleiga verða enn þyngri í vöfum og kjörin verri en áður. Allt eru þetta mannanna verk og líkt og jafnan koma slíkar aðgerðir verst niður á þeim sem búa við erfiðustu afkomuna. Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.
Stýrivaxtahækkun í boði ríkisstjórnarinnar Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var í morgun. Meginvextir bankans eru nú 6,5% og hafa ekki verið hærri í þrettán ár. Hækkunin kemur í kjölfar vaxandi verðbólgu en hækkun vísitölunnar í janúar mátti fyrst og fremst rekja til ákvarðana ríkisstjórnarinnar. Miðstjórn ASÍ mun boða til formannafundar til að ræða viðbrögð og aðgerðir. Verðbólga mælist 9,9%. Miðstjórn hafnar því að skýringuna sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum. Aðilar vinnumarkaðarins voru sammála um að samningarnir myndu ekki ýta undir verðbólgu. Seðlabankinn verður að líta sér nær, að stórum hluta má rekja verðbólguna til heimatilbúinnar fasteignabólu og alþjóðlegra verðhækkana. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur áður vakið á því athygli að hér eru ekki að verki óumbreytanleg lögmál. Ríkisstjórn Íslands ákvað með samþykki þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem að henni standa að blása í glæður verðbólgu með hækkunum á ýmsum sköttum og gjöldum. Nú blasa afleiðingar þeirra fráleitu ákvörðunar við almenningi. Vextir hækka, húsnæðislánin og húsaleiga verða enn þyngri í vöfum og kjörin verri en áður. Allt eru þetta mannanna verk og líkt og jafnan koma slíkar aðgerðir verst niður á þeim sem búa við erfiðustu afkomuna. Aðgerðarleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gengur þvert á viðtekin viðbrögð í nágrannalöndum þar sem ráðamenn beita tækjum ríkisvaldsins til að lina áhrif afkomukreppunnar og vinna skipulega að því að hemja verðbólgu. Í þeirri staðreynd birtist forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og sinnuleysi gagnvart afkomu fólksins í landinu.
Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira