„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:02 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Skeljungur Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður. Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður.
Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02
Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28