Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Atli Ísleifsson skrifar 8. febrúar 2023 07:23 Feðginin Camilla Cleese og John Cleese á viðburði í Texas í mars síðastliðinn. Getty Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna. Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona. Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel. Basil Fawlty útskýrir fyrir hótelgesti að hún sé sannarlega með sjávarútsýni. Skjáskot Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum. Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019. Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi. Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
BBC segir frá því að auk John Cleese mun dóttir hans, Camilla Cleese, koma að gerð þáttanna. Einungis voru framleiddir tólf þættir af Fawlty Towers – fyrst sex þátta sería árið 1975 og svo önnur eins árið 1979. Í þáttunum segir frá hótelstjóranum Basil Fawlty (John Cleese) og eiginkonu hans Sybil (Prunella Scales), þernunnar Polly (Connie Booth) og þjónsins Manuel (Andrew Sachs) og rekstri þeirra á hóteli í Torquay á suðurströnd Englands. Manuel er frá Barcelona. Fram kemur að í nýju þáttunum verður fylgst með hinum bituryrta og erfiða Basil Fawlty þar sem hann reynir að feta sig í nútímanum. Þar verður einnig kynnt sögunnar dóttir Basil Fawlty, sem hann hefur þá nýverið komist að því að sé hans, og tilraun þeirra til að reka hótel. Basil Fawlty útskýrir fyrir hótelgesti að hún sé sannarlega með sjávarútsýni. Skjáskot Framleiðslufyrirtækið Castle Rock Entertainment greindi frá því í vikunni að samkomulag hefði náðst við Cleese um framleiðslu á nýjum þáttum. Þættirnir eru einir vinsælustu gamanþættirnir í sögu bresks sjónvarps og var valinn sá besti af sérfræðingum tímaritsins Radio Times árið 2019. Leikarinn Rob Reiner og eiginkona hans Michelle Reiner munu einnig koma að gerð þáttanna ásamt leikstjóranum Matthew George og framleiðandanum Derrick Rossi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bretland Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira