Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:55 Hinn tólf ára Kristófer heldur hér á Leó litla sem fannst heill á húfi eftir bruna síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley, móðir Kristófers, er vongóð um að hinn kisi fjölskyldunnar snúi aftur heim og það er margt sem bendir til þess að hann muni gera að. Vísir/Egill Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti. „Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni. Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
„Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni.
Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
„Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02