Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 15:28 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, gerir ráð fyrir að loka þurfi einhverjum hótelana á næstu dögum. Vísir/Arnar Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. „Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
„Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30