Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter Bjarki Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2023 13:47 Sirona Ryan er fyrsta trans kona veraldar Harry Potter. Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks. Tölvuleikurinn Hogwarts Legacy kemur út seinna í vikunni og verður hægt að spila hann í öllum helstu leikjatölvum. Leikurinn gerist í sömu veröld og bækurnar og kvikmyndirnar um galdramanninn Harry Potter, nema á 19. öld. Einhverjir spilarar hafa fengið að prófa leikinn á undan öðrum og birt klippur af sér spila. Í leiknum má finna fyrstu trans persónu heimsins, bareigandann Sirona Ryan. Í leiknum segir Sirona að það hafi tekið samnemendur hennar í Hogwarts nokkurn tíma að átta sig á því að hún væri orðin norn og ekki lengur galdramaður eftir að hafa ekki hitt hana í nokkur ár. Þetta þykir afar merkilegt þar sem höfundur bókanna um Harry Potter, og þar með sú sem bjó til Hogwarts-skólann, J.K. Rowling, hefur verið gagnrýnd fyrir orðræðu sem mætti flokka sem hatur gegn trans fólki. Rowling kom hins vegar ekki nálægt gerð tölvuleiksins. Leikjavísir Hinsegin Málefni trans fólks Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið
Tölvuleikurinn Hogwarts Legacy kemur út seinna í vikunni og verður hægt að spila hann í öllum helstu leikjatölvum. Leikurinn gerist í sömu veröld og bækurnar og kvikmyndirnar um galdramanninn Harry Potter, nema á 19. öld. Einhverjir spilarar hafa fengið að prófa leikinn á undan öðrum og birt klippur af sér spila. Í leiknum má finna fyrstu trans persónu heimsins, bareigandann Sirona Ryan. Í leiknum segir Sirona að það hafi tekið samnemendur hennar í Hogwarts nokkurn tíma að átta sig á því að hún væri orðin norn og ekki lengur galdramaður eftir að hafa ekki hitt hana í nokkur ár. Þetta þykir afar merkilegt þar sem höfundur bókanna um Harry Potter, og þar með sú sem bjó til Hogwarts-skólann, J.K. Rowling, hefur verið gagnrýnd fyrir orðræðu sem mætti flokka sem hatur gegn trans fólki. Rowling kom hins vegar ekki nálægt gerð tölvuleiksins.
Leikjavísir Hinsegin Málefni trans fólks Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið