Það voru þau Símon Grétar, Kjalar, Saga Matthildur og Bía sem stigu á svið og kepptust um sæti í úrslitaþættinum. Hver keppandi flutti tvö lög, eitt íslenskt og eitt gamalt og gott.
Þegar allir keppendur höfðu lokið við flutning sinn stigu þeir Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór á svið og frumfluttu nýja lagið sitt „Vinn við það“.
Andrúmsloftið varð rafmagnað þegar tilkynnt var að aðeins tveir keppendur kæmust áfram í úrslitaþáttinn. Að símakosningu lokinni varð það ljóst að Idol ævintýri Bíu og Símons Grétars væri á enda. Það eru því þau Kjalar og Saga Matthildur sem keppa um sigursætið á föstudaginn.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu.


























