Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Hvað hún getur verið geggjuð og ömurleg á sama tíma.

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Stígvélin mín, þau gera mig að betri manni.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Stundum, stundum ekki.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Hversdagslegur en stórfenglegur.

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Hann hefur haldist sá sami í grunninn.

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Í hið sammannlega ástand.
Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Ekkert er bannað, það má allt.

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Fóstbræðra peysan hans bróður míns. Fátt hefur haft jafn djúpstæð áhrif á mig og Fóstbræður og þessi peysa er epísk.